Roberto Gagliardini, leikmaður Inter, var í eldlínunni með liðinu í kvöld gegn Sassuolo.
Inter þurfti að sætta sig við svekkjandi 3-3 jafntefli en það var mikið fjör undir lok leiksins.
Gagliardini mun líklega sofa illa í nótt en hann bauð upp á klúður tímabilsins í leiknum.
Miðjumaðurinn fékk boltann fyrir framan opið mark Sassuolo en tókst á ótrúlegan hátt að klikka.
Þetta má sjá hér.
Gagliardini with the miss of the season pic.twitter.com/NNq1pP0mpx
— Empty Serie A Stadiums (@EmptySerieA) June 24, 2020