Manchester United vann sannfærandi sigur í ensku úrvalsdeildinni í dag en leikið var á Old Trafford.
United fékk Sheffield United í heimsókn en Sheffield hefur ekki byrjað vel eftir að deildin fór af stað á ný.
Anthony Martial átti stórleik fyrir United í kvöld en hann skoraði þrennu í 3-0 heimasigri.
Martial skoraði tvennu fyrir heimamenn í fyrri hálfleik og bætti við sínu þriðja í þeim seinni.
Þetta var fyrsta þrenna United í úrvalsdeildinni í heil sjö ár sem er rosaleg tölfræði.
Robin van Persie skoraði síðasta þrennu árið 2013 undir stjórn Sir Alex Ferguson.