Tottenham vann nokkuð sannfærandi sigur í ensku úrvalsdeildinni í gær er liðið mætti West Ham. Það var búist við sigri heimamanna í gær en liðið er að berjast fyrir Evrópusæti á næstu leiktíð.
Fyrsta mark leiksins kom á 64. mínútu er Tomas Soucek skoraði ansi klaufalegt sjálfsmark fyrir West Ham. Staðan var 1-0 þar til á 82. mínútu en þá tvöfaldaði Harry Kane forystu Tottenham í leik sem lauk 2-0.
Tanguy Ndombele franskur miðjumaður Tottenham var enn á ný ónotaður varamaður í leiknum en svo virðist em hann og Jose Mourinho stjóri liðsins séu í stríði.
Mourinho hefur reglulega gagnrýnt Ndombele og formið hans, samkvæmt ESPN hefur Ndombele fengið nóg og tjáði hann Mourinho í upphafi vikunnar að hann vildi burt.
Ndombele var keyptur til Tottenham síðasta sumar fyrir háa upphæð frá Lyon. Hann var keyptur af Mauricio Pochettino og kann illa við lífið hjá Mourinho.
Ndombele vill ekki láta niðurlægja sig meira, hann kveðst vera í frábæru formi þvert á orð Mourinho.