Nemanja Matic, leikmaður Manchester United, er erfiðasti andstæðungur Yaya Toure í ensku úrvalsdeildinni.
Toure greindi sjálfur frá þessu en hann mætti Matic er hann lék gegn Chelsea og United.
Toure hefur sagt bless við Manchester City og var síðast á mála hjá kínverska liðinu Qingdao Huanghai.
,,Það var flókið að spila gegn Matic. Hann er ekki fljótur en hann er mjög sterkur og klókur,“ sagði Toure.
,,Allir aðrir, ég fylgdist vel með þeim fyrir leiki og ég reyndi að átta mig á þeirra veikleikum.“
,,Matic var öðruvísi, það var ekki auðvelt að eiga við hann. Hann er gæðaleikmaður.“