Grótta 3-0 Höttur/Huginn
1-0 Axel Sigurðarson
2-0 Arnar Þór Helgason
3-0 Gabríel Hrannar Eyjólfsson
Grótta varð nú rétt í þessu síðasta liðið til að tryggja sér áfram í næstu umferð Mjólkurbikars karla.
Leikur Gróttu og Hattar/Hugins hófst seinna en aðrir leikir kvöldsins og var að ljúka.
Grótta var ekki í miklum vandræðum með gestina í kvöld og vann að lokum sannfærandi 3-0 sigur.