Tottenham 2-0 West Ham
1-0 Tomas Soucek(sjálfsmark, 64′)
2-0 Harry Kane(82′)
Tottenham vann nokkuð sannfærandi sigur í ensku úrvalsdeildinni í kvöld er liðið mætti West Ham.
Það var búist við sigri heimamanna í kvöld en liðið er að berjast fyrir Evrópusæti á næstu leiktíð.
Fyrsta mark leiksins kom á 64. mínútu er Tomas Soucek skoraði ansi klaufalegt sjálfsmark fyrir West Ham.
Staðan var 1-0 þar til á 82. mínútu en þá tvöfaldaði Harry Kane forystu Tottenham í leik sem lauk 2-0.
Tottenham er með 45 stig í 7. sæti deildarinar, sex stigum á eftir Chelsea í fjórða sæti.