Vængmennirnir tveir Willian og Pedro hafa samþykkt að spila með liði Chelsea út tímabilið.
Þetta er staðfest í kvöld en leikmennirnir verða báðir samningslausir í lok mánaðarins.
Chelsea sannfærði þá báða um að skrifa undir stuttan samning og munu þeir því klára leiktíðina í London.
Það eru góðar fréttir fyrir Lundúnarliðið en það er þétt dagskrá á Englandi næstu vikurnar.
Chelsea er enn á lífi í Meistaradeildinni en tapaði þó fyrri leiknum gegn Bayern Munchen í 16-liða úrslitum 3-0.