Arsenal þarf líklega að sækja sér markvörð í sumar eftir að Bernd Leno meiddist illa um helgina. Arsenal óttast að Leno verði frá í ár.
Leno var borinn af velli í tapi liðsins gegn Brighton um helgina og er talið að hann hafi slitið krossband.
Enskir miðlar velta því fyrir sér hvað Mikel Arteta stjóri Arsenal gerir en félagið hefur ekki mikla fjármuni til leikmannakaupa.
Joe Hart er að fara frítt frá Burnley eftir nokkra daga og gæti verið kostur, sömu sögu er að segja af Claudio Bravo hjá Manchester City.
Arsenal gæti keypt Loris Karius frá Liverpool eða Jack Butland frá Stoke. Hér að neðan eru fimm kostir fyrir Arsenal.