fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
433Sport

Burnley biðst afsökunar og mun vinna með lögreglunni – ,,Við fordæmum þessa hegðun“

Victor Pálsson
Mánudaginn 22. júní 2020 21:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnufélagið Burnley hefur gefið út tilkynningu eftir atvik sem kom upp fyrir leik liðsins við Manchester City í kvöld.

Borði með skilaboðunum ‘White Lives Matter Burnley’ flaug yfir Etihad og virtist þar með gera lítið úr Black Lives Matter herferðinni sem er í gangi um allan heim.

Burnley mun vinna með yfirvöldum til þess að finna þá aðila sem standa á bakvið verknaðinn.

,,Knattspyrnufélagið Burnley fordæmir þessa hegðun og borðann sem flaug yfir Etihad völlinn á mánudagskvöld,“ sagði í tilkynningunni.

,,Við viljum koma því á framfæri að þeir sem standa á bakvið verkið eru ekki velkomnir á Turf Moor.“

,,Við munum vinna með yfirvöldum til þess að finna þá sem bera ábyrgð á verkinu og dæma þá í lífstíðarbann.“

,,Við stöndum fullkomlega með herferð ensku úrvalsdeildarinnar þegar kemur að Black Lives Matter-hreyfingunni og allir okkar leikmenn og starfsfólk tóku þátt í upphafi leiks.“

,,Við biðjum ensku úrvalsdeildina, Manchester City og alla þá sem taka þátt í baráttunni afsökunar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Svona líta 16-liða úrslitin út

Svona líta 16-liða úrslitin út
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ekki tilbúnir að láta Grealish fara á þessum forsendum

Ekki tilbúnir að láta Grealish fara á þessum forsendum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fékk rautt gegn United um helgina en þarf ekki að afplána bannið

Fékk rautt gegn United um helgina en þarf ekki að afplána bannið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

United skoðar ungstirni sem er líkt við Pogba og Bellingham

United skoðar ungstirni sem er líkt við Pogba og Bellingham
433Sport
Í gær

Mourinho vill versla frá Liverpool í sumar

Mourinho vill versla frá Liverpool í sumar
433Sport
Í gær

Var talinn á leið til Manchester en gæti nú endað í Liverpool

Var talinn á leið til Manchester en gæti nú endað í Liverpool