Antonio Rudiger, leikmaður Chelsea, sannfærði Timo Werner um að ganga í raðir félagsins.
Werner mun koma til Chelsea frá RB Leipzig í næsta mánuði fyrir tæplega 50 milljónir punda.
Rudiger þekkir Werner vel en þeir spila saman í þýska landsliðinu og eru góðir vinir.
,,Ég ræddi við hann því við höfum þekkst í langan tíma. Við ræddum mikið saman í einangruninni og hann sagðist hafa áhuga á að komast til Englands,“ sagði Rudiger.
,,Auðvitað gerði ég mitt, ég gerði það sem ég þurfti að gera.“