Jose Mourinho, stjóri Tottenham, viðurkennir að Steven Bergwijn hafi ekki verið fyrsta skotmark liðsins í janúar.
Tottenham keypti Bergwijn frá PSV fyrir 26 milljónir punda og skoraði hann gegn Manchester United á föstudag.
,,Upphaflega – og ég er alltaf hreinskilinn með þetta – hann var ekki minn fyrsti kostur þegar við vildum kaupa í janúar,“ sagði Mourinho.
,,Að lokum þá var þetta frábær ákvörðun. Hann er leikmaður með mikla framtíð og getur spilað hægra megin og vinstra megin.“
,,Við vorum meira en ánægðir, ekki bara vegna aldursins heldur því hann er með fagmannlegt viðhorf. Hann getur bara orðið betri.“