Nú er í gangi leikur Manchester City og Burnley en um er að ræða viðureign í ensku úrvalsdeildinni.
Það vakti heldur betur athygli þegar flugvél flaug yfir Etihad völlinn rétt áður en flautað var til leiks.
Flugvélin dró á eftir sér borða og á honum stóð „White Lives Matter Burnley“.
Að svo stöddu er óvíst hver stendur á bakvið þessa heimsku en eins og flestir vita er herferðin Black Lives Matter í gangi um allan heim.
Leikmenn í úrvalsdeildinni hafa staðið saman eftir að deildin fór af stað á ný og bera nafn herferðarinnar á bakinu.
,,Algjörlega til skammar,“ skrifar einn knattspyrnuaðdáandi á Twitter og bætir annar við: ,,Þvílíkir hálfvitar.“
Þetta má sjá hér.
Plane has just flew over the Etihad, “White Lives Matter Burnley” wtf pic.twitter.com/BXzOxEbyCM
— Emmett (@TheEmmett_) June 22, 2020