Lionel Messi leikmaður Barcelona og Antoine Griezmann voru í átökum á æfingasvæði Barcelona á dögunum. Spænskir miðlar segja frá.
Griezmann hefur ekki fundið taktinn hjá Barcelona eftir að félagið keypti hann frá Atletico Madrid síðasta sumar.
Athygli vakti í síðasta leik Börsunga að Messi gaf aldrei á Griezmann í leiknum gegn Leganes.
Diario Gol segir að Messi og Griezmann hafi tekist á og hafi þurft Quique Setien þjálfara liðsins og fleiri til að stoppa átökin.
Ekki kemur fram hvort þeir félagar hafi látið hnefana tala en spænskir miðlar segja að þeir hafi tekist hressilega á.