Aldrei hafa fleiri horft á knattspyrnuleik á Englandi en í gær þegar Liverpool heimsótti Everton.
5,5 milljónir einstaklinga horfðu á leikinn en engir áhorfendur eru leyfðir á völlum Englands. Metið var 4,2 milljónir sem horfðu á Manchester slaginn árið 2012.
Enska úrvalsdeildin er að fara á fulla ferð efir langa pásu vegna kórónuveirunnar og áhuginn er svakalegur.
Stuðningsmenn Liverpool bíða spenntir eftir næstu leikjum en liði er hænuskrefi frá því að vinna ensku úrvalsdeildina.
Hér að neðan má sjá hvaða leikir voru áðir vinsælastir.