fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
433Sport

Sancho líkaði við færslu þar sem hann er sagður vilja fara til United

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 22. júní 2020 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forráðamenn Dortmund segja að Jadon Sancho verði áfram hjá félaginu á næstu leiktíð og fari því ekki til Manchester United eins og rætt hefur verið um.

Sancho hefur verið sterklega orðaður við Manchester United síðustu vikur og mánuði en hann er sagður vilja fara. Kórónuveiran hefur breytt landslagi fótboltans og ekki öruggt að neitt félag geti borgað um 100 milljónir punda fyrir leikmann.

„Það er mikið rætt um Jadon en við höfum rætt þetta og hreinsað loftið. Eins og staðan er í dag vinnum við út frá því að hann verði hér á næstu leiktíð. Það er ekkert til í þessum sögum,“ sagði Sebastian Kehl í stjórn félagsins.

Jadon Sancho var á bekknum hjá Dortmund um helgina en erlendir miðlar sögðu hann vilja fara til Manchester United. Það sem vakti svo athygli er að Sancho setti sjálfur læk við slíka færslu á Twitter.

Kantmaðurinn vill helst koma aftur heim til Englands en málefni hans gætu farið að skýrast nú þegar lítið er eftir af þýsku deildinni.

Sancho tók lækið til baka skömmu síðar enda féll það ekki vel í kramið hjá stuðningsmönnum Dortmund.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Svona líta 16-liða úrslitin út

Svona líta 16-liða úrslitin út
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ekki tilbúnir að láta Grealish fara á þessum forsendum

Ekki tilbúnir að láta Grealish fara á þessum forsendum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fékk rautt gegn United um helgina en þarf ekki að afplána bannið

Fékk rautt gegn United um helgina en þarf ekki að afplána bannið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

United skoðar ungstirni sem er líkt við Pogba og Bellingham

United skoðar ungstirni sem er líkt við Pogba og Bellingham
433Sport
Í gær

Mourinho vill versla frá Liverpool í sumar

Mourinho vill versla frá Liverpool í sumar
433Sport
Í gær

Var talinn á leið til Manchester en gæti nú endað í Liverpool

Var talinn á leið til Manchester en gæti nú endað í Liverpool