fbpx
Laugardagur 09.ágúst 2025
433Sport

Reynir að útskýra hrun David De Gea

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 22. júní 2020 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fór fram stórleikur á Englandi á föstudag er Tottenham tók á móti Manchester United í London. Um var að ræða fyrsta leik liðanna eftir hlé og voru margir búnir að bíða spenntir eftir viðureigninni.

Leikurinn var góð skemmtun en Tottenham komst yfir í fyrri hálfleik með marki frá Steven Bergwijn en hann átti góðan sprett og þrumaði boltanum í netið. Staðan var 1-0 fyrir heimamönnum í hálfleik en það var ekki fyrr en undir lok leiksins sem United tókst að jafna. Paul Pogba féll þá í vítateig Tottenham og nýtti Bruno Fernandes sér það og skoraði úr vítinu.

David De Gea markvörður Manchester United var harðlega gagnrýndur eftir leik og Gary Neville fyrrum fyrirliði félagsins er ekki hrifinn.

„Hann var sá leikmaður sem Manchester United gat treyst á í fjögur ár en það er ekki þannig í dag. Hann hefur ekki verið líkur sér undanfarið, þegar frammistaðan er slök í sex mánuði er það tímabil sem þú kemst úr. Ef það er í heilt ár, þá hefur þú áhyggjur. Þegar þetta verða tvö ár þá er þetta orðið að vana,“ sagði Neville.

„Svona er De Gea í dag, það er mikið um mistök. Hann hefði ekki gert þau áður, hann var alltaf öruggur. Þetta er sjálfstraustið, þetta er í hausnum á honum.“

Neville telur að frammistaða De Gea á HM í Rússlandi árið 2018 sé stór ástæða þess að hann er ekki sami markvörðurinn i dag. „Hann fékk slæmar móttökur á Spáni, þeir bauluðu á hann. Hann var í vandræðum og hefur ekki verið eins.“

,,Hann þarf að fara aftur á æfingasvæðið, það eina sem hægt er að gera er að æfameira. Hann þarf að koma fyrstur inn og fara síðastur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ekki valinn í leikmannahópinn og er líklega að kveðja – United eða Newcastle?

Ekki valinn í leikmannahópinn og er líklega að kveðja – United eða Newcastle?
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Íslandsvinurinn tekur undir ummælin um Liverpool: ,,Getur endað illa“

Íslandsvinurinn tekur undir ummælin um Liverpool: ,,Getur endað illa“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hitti gamlan vin fyrir leikinn í dag – Mætir sínu fyrrum félagi

Hitti gamlan vin fyrir leikinn í dag – Mætir sínu fyrrum félagi
433Sport
Í gær

Setur pressu á sjálfan sig með númeravalinu

Setur pressu á sjálfan sig með númeravalinu
433Sport
Í gær

Tveir efnilegir lánaðir frá City

Tveir efnilegir lánaðir frá City
433Sport
Í gær

Sagði takk en nei takk við gylliboði frá Sádí

Sagði takk en nei takk við gylliboði frá Sádí
433Sport
Í gær

Galdur skrifar undir hjá KR

Galdur skrifar undir hjá KR
433Sport
Í gær

Miðasalan á úrslitaleikinn fer af stað

Miðasalan á úrslitaleikinn fer af stað