Það er óhætt að segja Íslendingar hafi fagnað vel og innilega fyrir fjórum árum þegar íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann sigur á Austurríki á EM í Frakklandi.
Íslenska liðið vann dramatískan sigur með sigurmarki sem Arnór Ingvi Traustason skoraði.
Það sem gerði Íslendinga mest ánægða með sigurinn var sú staðreynd að liðið tryggði sér leik gegn Englandi í 16 liða úrslitum.
🇮🇸 Arnor Ingvi Traustason's 94th-minute goal in Iceland's 2-1 win over Austria set up a meeting with England in the last 16 at EURO 2016!#OTD ⏪ @footballiceland pic.twitter.com/JkiC98yzoB
— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 22, 2020
Óhætt er að segja að Guðmundur Benediktsson hafi svo orðið heimsfrægur í kjölfarið en lýsing hans á leiknum vakti athygli út um allan heim.