Jón Dagur Þorsteinsson átti stórleik með liði Aarhus sem mætti Midtjylland í Danmörku í kvöld.
Jón Dagur var allt í öllu í liði Aarhus sem lenti 3-1 undir gegn sterkasta liði Danmerkur í dag.
Endurkoma Aarhus hófst á 77. mínútu er Jón Dagur skoraði sitt annað mark og lagaði stöðuna í 3-2.
Stuttu seinna skoraði sóknarmaðurinn sitt annað mark og jafnaði metin fyrir gestina.
Jón Dagur lagði svo einnig upp sigurmark liðsins á 94. mínútu og átti einn sinn besta leik á ferlinum.