Everton 0-0 Liverpool
Stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið en Everton og Liverpool áttust þá við á Goodison Park.
Liverpool þurfti tvo sigra fyrir viðureignina til að tryggja sér enska meistaratitilinn.
Því miður þá var ekki boðið upp á frábæran leik í Liverpool-borg en honum lauk með markalausu jafntefli.
Bæði lið fengu ágætis fengi til að skora en gestirnir voru mun meira með knöttinn.
Gylfi Þór Sigurðsson byrjaði á varamannabekk Everton en kom svo inná sem varamaður.