Edinson Cavani og Thomas Meunier munu ekki klára tímabilið með Paris Saint-Germain.
Þetta var fullyrt í gær en alls eru fjórir lykilmenn PSG að verða samningslausir í lok júní.
Þeir Cavani og Meunier munu ekki taka þátt í Meistaradeildinni í ágúst með liðinu og kveðja í lok mánaðarins.
Kurzawa og Silva munu hins vegar klára tímabilið með franska liðinu og kveðja eftir deild þeirra bestu.
Óvíst er hvað tekur við næst hjá Cavani og Meunier en þeir mega semja frítt við önnur félög.