Erling Haaland, leikmaður Dortmund, er hundfúll með að Bayern Munchen sé búið að vinna þýsku deildina.
Bayern tryggði sér sigur í deildinni í miðri viku er liðið lagði Werder Bremen í mikilvægum leik.
Dortmund tryggði sér að sama skapi annað sætið um helgina með 2-0 sigri á RB Leipzig.
,,Í fyrsta lagi er það glatað að Bayern sé búið að vinna deildina,“ sagði Haaland við BT Sport.
,,Það er bara eins og það er og nú reynum við að gera það besta úr því. Við erum búnir að tryggja annað sætið og reyndum að komast eins nálægt þeim og mögulegt er.„