West Ham 0-2 Wolves
0-1 Raul Jimenez(73′)
0-2 Pedro Neto(83′)
Wolves vann virkilega góðan sigur í ensku úrvalsdeildinni í kvöld er liðið mætti West Ham.
Leikurinn var ekki frábær skemmtun en fyrsta markið kom á 73. mínútu er Raul Jimenez afgreiddi fyrirgjöf Adama Traore.
Traore kom inná sem varamaður í seinni hálfleik og í raun gjörbreytti sóknarleik gestanna.
Pedro Neto bætti svo við öðru marki Wolves um tíu mínútum seinna og átti Traore stóran þátt í því marki.
Lokatölur 2-0 fyrir Wolves sem er nú jafnt Manchester United að stigum.