Jón Daði Böðvarsson komst á blað fyrir lið Millwall sem mætti Derby County í dag.
Um var að ræða leik í ensku Championship-deildinni en honum lauk með 3-2 sigri gestanna í Derby.
Okkar maður kom inná sem varamaður leiknum sem var í raun sýning í boði táningsins Louie Sibley sem gerði þrennu.
Jón Daði skoraði annað mark Millwall í uppbótartíma en það því miður dugði ekki til.