Neil Maupay, leikmaður Brighton, segir að leikmenn Arsenal hafi fengið það sem þeir áttu skilið í dag.
Maupay skoraði sigurmark Brighton í 2-1 sigri á Arsenal en liðið lenti 1-0 undir og sneri leiknum við.
Frakkinn lenti í rifrildum við leikmenn Arsenal í leiknum og meiddi þá einnig Bernd Leno, markvörð liðsins í fyrri hálfleik með groddaralegu broti.
,,Leikmenn Arsenal þurfa að læra að sýna auðmýkt. Þeir voru að tala svo mikið í stöðunni 1-0. Þeir fengu það sem þeir áttu skilið,“ sagði Maupay.
,,Ég ætlaði aldrei að meiða Bernd Leno og ég vorkenni honum og óska honum skjóts bata.“
,,Ég bað Mikel Arteta afsökunar í hálfleik, ég ætlaði ekki að meiða hann. Ég hef meiðst illa, það er erfitt.“