Kórdrengir byrja leiktíðina í 2.deild karla mjög vel en liðið mætti Víði á útivelli í opnunarleik sínum í dag.
Kórdrengjum er spáð gott gengi í sumar og vann liðið öruggan 3-0 sigur í dag þar sem Aaron Spear skoraði tvennu.
Njarðvík er annað lið sem er spáð góðu gengi og stóðst væntingar í góðum 3-1 heimasigri á Völsungi.
Fyrr í dag gerðu Dalvík/Reynir og Þróttur V. jafntefli og Haukar unnu Fjarðabyggð heima, 2-1.
Dalvík/Reynir 1-1 Þróttur V.
1-0 Áki Sölvason
1-1 Brynjar Jónasson
Haukar 2-1 Fjarðabyggð
0-1 Ruben Ibancos
1-1 Kristófer Jónsson
2-1 Nikola Djuric
Víðir 0-3 Kórdrengir
0-1 Aaron Spear
0-2 Albert Brynjar Ingason
0-3 Aaron Spear
Njarðvík 3-1 Völsungur
1-0 Kenneth Hogg
1-1 Arnar Helgi Magnússon(sjálfsmark)
2-1 Stefán Birgir Jóhannesson
3-1 Atli Freyr Ottesen Pálsson