Nicolas Pepe var að koma Arsenal yfir gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni og er staðan orðin 1-0.
Pepe kom til Arsenal frá Lille fyrir þetta tímabil en hefur ekki þótt standast væntingar hingað til.
Vængmaðurinn stimplaði sig þó rækilega inn í dag og skoraði glæsimark til að koma Arsenal yfir.
Pepe skrúfaði boltann laglega yfir Matt Ryan í marki Brighton og fagnaði markinu vel og innilega.
Þetta má sjá hér.
What a goal from Pepe!🔴 pic.twitter.com/qUwN9jDiCy
— – (@ArtetaTactic) June 20, 2020