Luis Enrique, landsliðsþjálfari Spánar, er opinn fyrir því að snúa aftur til Barcelona í framtíðinni.
Enrique er opinn fyrir því að snúa til allra fyrrum liða sinna en hann hefur einnig þjálfað hjá Roma og Celta Vigo.
,,Ég held að ég geti þjálfað alls staðar þar sem ég hef verið áður,“ sagði Enrique.
,,Dyrnar hafa alltaf verið opnar fyrir þeim. Tími minn hjá Barcelona var magnaður og ég mun alltaf vera þakklátur.“
,,Ég er svo heppinn að hafa fengið að vera hjá félagi sem gaf mér svo mikið í mörg ár.“