Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur engan áhuga á að ræða félagaskipti Timo Werner til Chelsea.
Chelsea hefur staðfest komu Werner en hann mun ganga í raðir liðsins frá RB Leipzig.
Werner var áður sterklega orðaður við Liverpool en þeir bláklæddu höfðu að lokum betur.
,,Það er ekkert fyndið við þetta. Við tölum ekki um möguleg félagaskipti okkar. Af hverju ætti ég að tala um skipti Chelsea?“ sagði Klopp.
,,Fyndið! Af hverju ætti ég að gera það? Ég hef ekkert að segja um þetta.“
,,Timo Werner er mjög góður fótboltamaður og nú hef ég heyrt af því að hann fari til Chelsea. Það er allt saman.“