Atletico Madrid hafnaði boði upp á 150 milljónir punda í undrabarnið Joao Felix fyrr á þessu tímabili.
Það er Goal.com sem fullyrðir þessar fréttir og er sagt að enskt félag hafi reynt að krækja í Felix.
Það er ansi athyglisvert í ljósi þess að Portúgalinn kom aðeins frá Benfica fyrir þetta tímabil.
Atletico borgaði 122 milljónir punda fyrir Felix og fyllti hann skarð Antoine Griezmann sem fór til Barcelona.
Felix er enn aðeins 20 ára gamall en hefur aðeins skorað átta mörk í 29 leikjum á tímabilinu.
Það kom þó ekki til greina að selja leikmanninn strax og hafnaði Atletico boðinu um leið.