Eddie Howe, stjóri Bournemouth, hefur staðfest það að Ryan Fraser sé að kveðja liðið.
Fraser verður samningslaus í lok mánaðarins og mun ekki krota undir framlengingu.
Skotinn mun heldur ekki taka þátt í síðustu níu leikjum Bournemouth á leiktíðinni.
,,Ég get ekki sagt að ég hafi verið mjög hissa á ákvörðuninni. Það hefur lengi verið ljóst að Ryan myndi ekki framlengja,“ sagði Howe.
,,Hann er búinn að spila sinn síðasta leik fyrir félagið. Hann verður ekki með í síðustu níu leikjunum.“