Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hefur staðfest það að Leroy Sane sé að kveðja félagið.
Sane hefur lengi verið orðaður við brottför og var við það að ganga í raðir Bayern Munchen síðasta sumar.
Nú er Sane hins vegar að segja bless við Manchester og mun að öllum líkindum ganga í raðir Bayern í sumar.
,,Leroy hefur sagt að hann vilji ekki framlengja samninginn. Það þýðir að hann vilji fara,“ sagði Guardiola.
,,Það gerist í sumar eða þegar hann verður samningslaus. Félagið hefur boðið honum samning tvisvar eða þrisvar en hann hefur hafnað því.“