Þeir Victor Osimhen og Gabriel eru á förum frá franska félaginu Lille í sumar eins og búist var við.
Þetta hefur stjóri Lille, Christophe Galtier staðfest en báðir leikmennirnir eru orðaðir við stærri félög.
Osimhen er einn eftirsóttasti framherji Evrópu og er orðaður við bæði Tottenham og Napoli.
,,Ég get staðfest það að það er útlit fyrir að Gabriel og Victor séu líklega á förum. Ég hef beðið eftir því lengi,“ sagði Galtier.
,,Þeir eru að leggja hart að sér og vinna með leikmönnum sem munu líklega leysa þá af hólmi.“