FK Rostov, fyrrum félag Ragnars Sigurðssonar, þurfti að spila unglingaliðinu í rússnensku úrvalsdeildinni í gær.
Rostov ferðaðist í leik gegn Sochi í 23. umferð deildarinnar en liðið er í fjórða sæti deildarinnar.
Sex leikmenn í aðalliði Rostov hafa greinst með Kórónaveiruna og voru því allir settir í einangrun.
Rostov reyndi að biðla til rússnenska knattspyrnusambandsins um að fá að fresta leiknum en Sochi tók það ekki í mál.
Leikmenn fæddir á milli 2001 og 2004 spiluðu leikinn í gær sem tapaðist illa, 10-1.
Elsti leikmaðurinn í liðinu var hinn 19 ára gamli Nikita Kolotievsky og sá yngsti var Max Stavtsev sem er 16 ára gamall.