Knattspyrnufélag Þórs er í vandræðum eftir að hafa brot gegn veðmálaauglýsingum eftir leik við Grindavík í gær.
Tveir leikmenn Þórs sem og þjálfari liðsins, Páll Viðar Gíslason, mættu í viðtöl með derhúfu merkta veðmálafyrirtækinu Coolbet.
Það er Fótbolti.net sem greinir fyrst frá en leikmennirnir ræddu við miðilinn eftir 2-1 sigur.
Það er stranglega bannað að auglýsa veðmálafyrirtæki á Íslandi og er ákvörðun Þórsara því ansi undarleg.
Það er sérstaklega undarlegt í ljósi þess að Þór leikur í Lengjudeildinni þar sem Lengjan er styrktaraðili.
Þetta má sjá hér.
Þórsarar með derhúfu í viðtölum eftir leik sem líklega einhverju skilar í kassann. pic.twitter.com/3sNGPPgs8W
— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) June 19, 2020