Barcelona mistókst að sækja þrjú stig í kvöld er liðið mætti Sevilla á útivelli.
Það var alls ekki boðið upp á fjörugan leik á Estadio Ramón en honum lauk með markalausu jafntefli.
Barcelona fékk hættulegri færi í viðureigninni en mistókst að ógna marki Sevilla nógu mikið.
Real Madrid getur nú jafnað Barcelona að stigum í næsta leik en liðið á leik inni.