2,6 milljónir í Bretlandi horfðu á leik Manchester City og Arsenal á miðvikudag þegar enska úrvalsdeildin fór af stað.
Um er að ræða einn vinsælasta leik í sjónvarpi í Bretlandi á síðustu árum.
Enska úrvalsdeildin er að fara á fulla ferð efir langa pásu vegna kórónuveirunnar og áhuginn er svakalegur.
Búast má við að áhuginn á leik Tottenham og Manchester United verði svipaður í kvöld.
Vinsælasti leikur í sögu enska boltans í sjónvarpi fór fram árið 2012 þegar Manchester City vann Manchester United 1-0 og steig stór skref í átt að sigri í ensku úrvalsdeildinni.