Eiður Smári Guðjohnsen er einn merkasti íþróttamaður í sögu Íslands, þessi fyrrum knattspyrnumaður átti magnaðan feril á meðal þeirra bestu.
Eiður Smári átti sína bestu tíma hjá Chelsea en í dag eru tuttugu ár frá þeim degi sem Eiður Smári varð blár.
Eiður kom til Chelsea frá Bolton árið 2000 og átti frábæra tíma í treyju félagsins. Eiður lék með Chelsea til ársins 2006 þegar hann gek í raðir Barcelona.
Eiður er goðsögn í herbúðum Chelsea en stuðningsmenn félagsins rifja upp afrek hans reglulega.
Hér að neðan er kveðja sem Chelsea sendi honum í tilefni dagsins.
20 years ago today, @Eidur22Official became a Blue! 💙 pic.twitter.com/VfV7gAAZL5
— Chelsea FC (at 🏡) (@ChelseaFC) June 19, 2020