Manchester City vann sannfærandi sigur í ensku úrvalsdeildinni í fyrradag er liðið mætti Arsenal. Ballið byrjaði á 45. mínútu er David Luiz gerði sig sekan um slæm mistök í vörn Arsenal og náði Raheem Sterling til boltanns og skoraði.
Snemma í seinni hálfleik var Luiz svo aftur á ferðinni er hann braut á Riyad Mahrez og vítaspyrna dæmd. Luiz hafði áður komið inná sem varamaður. Luiz fékk í kjölfarið beint rautt spjald og skoraði Kevin de Bruyne örugglega af punktinum. Phil Foden skoraði svo síðasta mark City í uppbótartíma og 3-0 sigur liðsins staðreynd.
Það vakti mikla furðu að Mesut Özil komst ekki í 20 manna leikmannahóp Arsenal, Mikel Arteta stjóri liðsins sagði ástæðuna taktíska.
Arteta hefur tjáð sig meira um málið og nú kemur í ljós að Özil er ekki í góðu formi eftir kórónuveiruna. „Ég hef rætt við Mezut, frá því að ég tók við þá var hann í formi og vildil leggja sig fram,“ sagði Arteta fyrir leikinn gegn Brighton um helgina.
„Hann hafði spilað alla leiki fyrir mig, þegar ég sé að hann er í formi aftur þá spilar hann. Ég kem fram við hann eins og alla aðra.“
„Özil hefur alltaf komið vel fram við mig. samræður mínar við Mesut eru okkar á milli. Hann er góður og við erum heiðarlegir með þetta.“
„Þegar ég sé að hann er í forminu sem ég krefst þá spilar hann aftur.“