fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
433Sport

Elliði fær 50 þúsund króna sekt fyrir að kalla Ívar þöngulhaus

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 19. júní 2020 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fundi Aga- og úrskurðarnefndar KSÍ 16. júní 2020 var tekin fyrir greinargerð sem framkvæmdastjóri KSÍ sendi til nefndarinnar þann 8. júní 2020, í samræmi við 21. gr. reglugerðar KSÍ um aga- og úrskurðarmál.

Fram kemur í greinargerð framkvæmdastjóra að málið varði ósæmilega framkomu í formi ummæla sem viðhöfð voru á twitter síðu Elliða þann 6. júní 2020. Var um að ræða opinber ummæli sem eru að mati framkvæmdastjóra til þess fallin að skaða ímynd íslenskrar knattspyrnu og með þeim hafi verið vegið að heiðarleika og æru dómara í leik Hauka og Elliða í Mjólkubikar karla, þann 6. júní 2020.

Ummælin eru eftirfarandi:
„Ívar Orri þöngulhaus búinn að eyðileggja leikinn. 2 gul á Sven eftir tvær frábærar tæklingar. Rautt. Ívar ekki starfinu vaxinn.“

„Ívar Orri er farinn útaf og leitað er að dómara. Frábærar fréttir, Ívar hefur verið skelfilegur. Hlé er gert á leiknum.“

Greinargerðin var send til Elliða og þeim gefinn kostur á að koma sjónarmiðum sínum í málinu á framfæri við nefndina. Á fundi nefndarinnar 16. júní 2020 lá fyrir greinargerð sem barst nefndinni þann sama dag frá Daníel Frey Guðmundssyni og aðgerðaráætlun stjórnar Elliða frá Guðmundi Magnúsi Sigurbjörnssyni. Að því virtu og öðrum fyrirliggjandi gögnum er það álit aga- og úrskurðarnefndar KSÍ að tilvitnuð opinber ummæli sem viðhöfð voru á twitter síðu Elliða hafi verið ósæmileg og hafiskaðað ímynd íslenskrar knattspyrnu. Samkvæmt þessu falla ummælin undir ákvæði 21. gr. reglugerðar KSÍ um aga- og úrskurðarmál. Í samræmi við reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál, grein 13.9.e), hefur brot á 21. grein í för með sér sekt að fjárhæð kr. 100.000,- en þó ekki lægri en kr. 50.000,- og/eða leikbann í tiltekinn fjölda leikja eða tímabundið. Ákvað Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ á fundi sínum 16. júní 2020 að sekta Elliða um kr. 50.000,- vegna framangreindra opinberra ummæla.

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ vill að lokum minna á nauðsyn þess að grein 1.4 í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót verði í heiðri höfð, en þar segir: Félög, iðkendur, forystumenn og aðrir skulu jafnan sýna drengskap og forðast hvaðeina sem rýrt gæti álit almennings á íþróttinni og koma fram af hollustu, heiðarleika og sönnum íþróttaanda. Þeir sem taka þátt í starfi knattspyrnuhreyfingarinnar skulu leitast við að gera ekkert það sem til vanvirðu má telja fyrir íþróttina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Steven Gerrard á blaði fyrir áhugavert starf sem var að losna

Steven Gerrard á blaði fyrir áhugavert starf sem var að losna
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Voru að taka upp myndband af sér í sleik þegar þetta gerðist – Voru agndofa yfir því hver var mættur á svæðið

Voru að taka upp myndband af sér í sleik þegar þetta gerðist – Voru agndofa yfir því hver var mættur á svæðið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Eiður Aron fylgir Davíði Smára í Njarðvík

Eiður Aron fylgir Davíði Smára í Njarðvík
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fljótasti maður sögunnar grátbiður Ferdinand að tala við leikmenn United um þetta

Fljótasti maður sögunnar grátbiður Ferdinand að tala við leikmenn United um þetta
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gætu losað Sancho fyrr – Áhugi frá hans fyrrum félagi

Gætu losað Sancho fyrr – Áhugi frá hans fyrrum félagi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Draga sig úr enska landsliðshópnum – Leikmenn Chelsea og Manchester City koma inn

Draga sig úr enska landsliðshópnum – Leikmenn Chelsea og Manchester City koma inn