Þriðja deild karla hér á landi er nú farin af stað en tveir leikir voru á dagskrá í kvöld.
Það vantaði aðeins upp á mörkin en aðeins tvö mörk voru skoruð í viðureignunum tveimur.
Ægir tók á móti Vængjum Júpíters í Þorlákshöfn og fagnaði sigri með tveimur mörkum gegn engu.
Í hinum leiknum áttust við Álftanes og Elliði en þeim leik lauk með markalausu jafntefli.
Ægir 2-0 Vængir Júpíters
1-0 Goran Potkozarac
2-0 Sigurður Óli Guðjónsson
Álftanes 0-0 Elliði