Það voru tveir Íslendingar í eldlínunni í Svíþjóð í dag en fimm leikir fóru fram í úrvalsdeildinni.
Önnur umferð deildarinnar fór fram og hjá Malmö byrjaði Arnór Ingvi Traustason á bekknum en kom inná sem varamaður í 1-1 jafntefli við Hacken.
Óskar Sverrisson, vinstri bakvörður, spilar með Hacken og kom einnig inná í jafnteflinu.
Í Danmörku fór fram annar Íslendingaslagur er OB vann Sonderjyske 2-0 á heimavelli.
Aron Elís Þrándarson spilaði allan leikinn með OB í sigrinum og byrjaði Eggert Jónsson einnig fyrir gestina.
Fredrik Schram var þá allan tímann á varamannabekk Lyngby sem gerði markalaust jafntefli við Silkeborg.