Cristiano Ronaldo, stjarna Juventus, var í gær spurður út í möguleg skipti til Inter Miami.
Inter Miami er félag í eigu David Beckham og hóf keppni í MLS á þessu tímabili.
Ronaldo hefur verið orðaður við það félag en hann kveðst vera ánægður þar sem hann er í dag.
,,Ég er ánægður. Ég er hjá besta félagi Ítalíu og spila með bestu leikmönnunum,“ sagði Ronaldo.
,,Ég er ánægður með titlana sem við unnum á síðasta ári og ég vona að við vinnum á þessu ári líka.“
,,Annað verður að bíða en hver veit hvað gerist í framtíðinni.“