fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
433Sport

Höddi Magg íhugar næstu skref eftir ásakanir – „Það er eitt að halda og annað að halda því fram“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 18. júní 2020 13:37

Hörður Magnússon. © 365 ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Magnússon, fyrrum íþróttafréttamaður íhugar að leita réttar síns vegna ásakana um að hann væri að sigla undir fölsku flaggi á Twitter. Málið kom upp um liðna helgi en Hugi Halldórsson greinir frá þessu í hlaðvarpsþættinum Fantasy Gandalf.

Í samtali við DV sagðist Hörður vera að skoða næstu skref en vísar því á bug að hann hafi ákveðið að fara í meiðyrðamál.

Öll spjót beindust að Herði um helgina þegar fyrrum samstarfsmenn og fleiri fóru að saka hann um að sigla undir fölsku flaggi á samfélagsmiðlinum Twitter. Garðar Örn Arnarson pródúsent á Stöð2 benti fyrstur á þetta og grunaði Hörð um að notast við aðgang sem kallar sig Ásgeir. Skömmu eftir að hafa velt þessu upp þá skrifaði Garðar. „Staðfest,“ og fullyrti þar að um Hörð væri að ræða.

„Ekki veit ég hve lágt er hægt að leggjast en því miður virðist botninn vera endalaus,“ skrifaði Hörður í færslu á Facebook um helgina

Meira:
Höddi Magg bálreiður eftir þungar ásakanir: „Því miður virðist botninn vera endalaus“

Hugi segist hafa rætt við Hörð í vikunni og hann íhugi að leita réttar síns. „Ég hringdi í Hödda og hann talaði um að hann væri að leita sér lögfræði aðstoðar, þetta væri meiðyrðamál,“ sagði Hugi.

Hugi var ekki vel inn í málinu fyrr en hann hafði rætt við Hörð. „Ég vissi ekki almennilega af þessu fyrr en ég talaði við Hödda, ég skil alveg að einhver vilji meina þetta, það er bara verið að likea það sem tengist syni Hödda Magg og það sem Höddi Magg hefur verið að segja. Svo er hann að hrósa ákveðnum aðilum innan Sýn sem hann hefur unnið með. Mér finnst líka mjög skrýtið að halda þessu fram.“

Guðjón Þórðarson einn besti þjálfari í sögu Íslands var í þætti Huga og hafði þetta að segja. „Það er eitt að halda og annað að halda því fram, ef þú heldur það er það enginn vissa,“ sagði Guðjón.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Nefnir þrjá leikmenn sem hafa hjálpað til við að rétta við gengi United

Nefnir þrjá leikmenn sem hafa hjálpað til við að rétta við gengi United
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tyrkirnir hafa áhuga á ólátabelg Tottenham

Tyrkirnir hafa áhuga á ólátabelg Tottenham
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Yfir þúsund leikmenn í Tyrklandi settir í bann fyrir veðmálabrot – 27 leikmenn í efstu deild

Yfir þúsund leikmenn í Tyrklandi settir í bann fyrir veðmálabrot – 27 leikmenn í efstu deild
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gunnar kallar eftir breytingum í samstarfi skóla og íþrótta á Íslandi – „Ég er að tala um ef Kalli brókar þrjá inni á baði, auðvitað á það ekki að fá viðgangast“

Gunnar kallar eftir breytingum í samstarfi skóla og íþrótta á Íslandi – „Ég er að tala um ef Kalli brókar þrjá inni á baði, auðvitað á það ekki að fá viðgangast“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Kennir leikmönnum Liverpool um erfiða byrjun Florian Wirtz

Kennir leikmönnum Liverpool um erfiða byrjun Florian Wirtz
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Robertson opnar sig um hugsanleg endalok hjá Liverpool

Robertson opnar sig um hugsanleg endalok hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Messi og fjölskylda þrá að flytja aftur til Barcelona

Messi og fjölskylda þrá að flytja aftur til Barcelona
433Sport
Í gær

Valtý heitt í hamsi og spyr hvort Íslendingar telji sig öðrum fremri – „Maður er búinn að heyra þessa skýringu allt of oft“

Valtý heitt í hamsi og spyr hvort Íslendingar telji sig öðrum fremri – „Maður er búinn að heyra þessa skýringu allt of oft“
433Sport
Í gær

Real Madrid setur sig í stellingar þar sem illa gengur að semja við Vinicius

Real Madrid setur sig í stellingar þar sem illa gengur að semja við Vinicius