Cameron Borthwick-Jackson er einn af þeim leikmönnum sem Manchester United hefur ákveðið að láta fara nú þegar samningar leikmanna eru að renna út.
Borthwick-Jackson er 23 ára bakvörður sem Louis van Gaal notaði talsvert og var hann kjörinn efnilegasti leikmaður United árið 2016.
Borthwick-Jackson hefur mikið verið á láni síðustu ár en hann var á láni hjá Oldham á þessu ári.
United vill ekki gefa Borthwick-Jackson nýjan samning en hann getur farið til Minnestoa United í Bandaríkjunum eða samið við Salford City.
Demetri Mitchell, Ethan Hamilton, George Tanner og Dion McGhee fara einnig frá félaginu í lok þessa mánaðar.