Chelsea hefur staðfest kaup sín á Timo Werner frá RB Leipzig en félagið borgar um 50 milljónir punda fyrir hann.
Werner var mikið orðaður við Liverpool en félagið var ekki tilbúið að greiða þessa upphæð fyrir hann.
Werner er 24 ára gamall framherji sem hefur raðað inn mörkum í Þýskalandi. Hann hefur samið um kaup og kjör við Chelsea.
Chelsea gerir Werner að launahæsta leikmanni félagsins og þénar hann 170 þúsund pund á viku eða 29 milljónir íslenskra króna í hverri viku.
Hér að neðan eru launahæstu leikmenn Chelsea.