Manchester United er líklegasta liðið til að fá Donny van de Beek miðjumann Ajax í sumar. Frá þessu segja hollenskir miðlar.
Real Madrid ætlaði að kaupa Van de Beek í sumar en félagið hefur hætt við. Real Madrid hafði samið um kaupverð og kaup og kjör við hollenska miðjumanninn.
Van de Beek átti að kosta 50 milljónir evra en Real Madrid er að endurbyggja heimavöll sinn og kórónuveiran hefur haft áhrif á félagið.
„Ég heyri það að Real Madrid sé hætt við, það eru engar líkur á ða hann fari þangað,“ sagði Valentijn Driessen ritstjóri De Telegraaf.
„Það var búið að klára kaupverðið, hann fær að fara fyrir 50 milljónir evra.“