Víkingur R. 1 – 1 Fjölnir
1-0 Óttar Magnús Karlsson (’16)
1-1 Arnór Breki Ásþórsson (’57)
Nýliðar Fjölnis sóttu gott stig í Víkina í Íslandsmóti karla í knattspyrnu í kvöld þegar liðið heimsótti bikarmeistara Víkinga. Fyrsta umferð deildarinnar klárast í kvöld.
Óttar Magnús Karlsson kom Víkingi yfir með marki úr aukaspyrnu á 16 mínútu. Atli Gunnar Guðmundsson markvörður Fjölnis hefði getað gert betur í aukaspyrnunni. Aukaspyrnan sem Óttar skoraði úr var hins vegar tekinn á vitlausum stað miðað við hvar var brotið átti sér stað.
Sjáðu myndirnar: Aukaspyrnan sem Óttar Magnús skoraði úr tekinn á kolvitlausum stað
Fjölnir var með fína takta í leiknum og það bar árangur á 57 mínútu leiksins þegar Arnór Breki Ásþórsson jafnaði leikinn.
Leikur Víkings voru vonbrigði miðað við þær væntingar sem gerðar eru til liðsins en liðið setti pressu undir lok leiksins án þess að koma boltanum yfir línuna.