fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
433Sport

Hermann trylltist eftir að ermarnar voru klipptar af jakka hans: „Það varð allt vitlaust“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 15. júní 2020 15:00

© Frétt ehf / Gunnar V. Andrésson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Indriði Sigurðsson fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu er í skemmtilegu viðtali við Jóhann Skúla í Draumaliðinu í dag.

Indriði átti farsælan feril í atvinnumennsku og með íslenska landsliðinu en hann lagði skóna á hilluna fyrir nokkrum árum þegar hann lék með KR.

Indriði valdi verst klædda samherja sinn af ferlinum og Hermann Hreiðarsson var nefndur til sögunnar, sérstaklega fyrir einn jakka sem Hermann elskaði að klæðast.

„Ég á eftir að sjá eftir þessu þegar ég verð viðbeinsbrotinn, Hermann Hreiðarsson,“ sagði Indriði þegar hann ræddi um þann verst klædda.

„Mér er svo minnisstætt, það að það sé dýrt þýðir ekki að það sé töff. Hann átti jakka sem var rúskin, leður og galla allt í einu. Þetta var í kringum 2004, æfingamót í Manchester. Þá komum við heim, þá var eitthvað afmælis boð á skemmtistað niðri í bæ. Við vorum nokkrir búnir að æfa með Jóni Arnari Magnússyni til að halda okkur í formi. Kvöldið byrjaði á því að Hemmi og Jón Arnar voru í slag á gólfinu,“ sagði Indriði.

Félagarnir í landsliðinu voru ekki hrifnir af jakkanum og fundur sér skæri. „Þeir sem voru með mér í þessu voru Brynjar Björn og Jói Kalli, við vorum lengi búnir að ræða þennan jakka. Við klipptum ermarnar af, það varð allt vitlaust. Viku seinna var hann kominn í alveg eins jakka,“ sagði Indriði léttur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu markið sem margir eru að tala um – Skot eða sending?

Sjáðu markið sem margir eru að tala um – Skot eða sending?
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fengu aðrar slæmar fréttir fyrir tímabilið – Annar miðvörður meiddur

Fengu aðrar slæmar fréttir fyrir tímabilið – Annar miðvörður meiddur
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Útskýrir óvænta fjarveru lykilmanns Liverpool

Útskýrir óvænta fjarveru lykilmanns Liverpool
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Maresca vonast til að fá hjálp frá Chelsea

Maresca vonast til að fá hjálp frá Chelsea
433Sport
Í gær

Palace vann Liverpool í slagnum um Samfélagsskjöldinn

Palace vann Liverpool í slagnum um Samfélagsskjöldinn
433Sport
Í gær

Besta deildin: Dramatískur sigur Vestra

Besta deildin: Dramatískur sigur Vestra
433Sport
Í gær

Hélt hann væri ósnertanlegur í vinnunni en fékk svo aðrar fréttir – ,,Ég hélt ég væri mikilvægur“

Hélt hann væri ósnertanlegur í vinnunni en fékk svo aðrar fréttir – ,,Ég hélt ég væri mikilvægur“
433Sport
Í gær

Breytti um umræðuefni er hann var spurður út í framtíð Eze

Breytti um umræðuefni er hann var spurður út í framtíð Eze