Breiðablik 3-0 Grótta
1-0 Viktor Karl Einarsson(19′)
2-0 Thomas Mikkelsen(55′)
3-0 Kristinn Steindórsson(91′)
Breiðablik vann sannfærandi sigur í efstu deild karla í knattspyrnu í kvöld er liðið mætti Gróttu.
Blikar voru fyrir leikinn mun sigurstranglegri en Grótta fór upp um deild í fyrra ásamt Fjölni.
Fyrsta mark leiksins kom á 19. mínútu er Viktor Karl Einarsson skoraði eftir laglega fyrirgjöf Brynjólfs Andersen.
Heimamenn fengu í kjölfarið fullt af færum til að bæta við en það gerðist ekki fyrr en á 55. mínútu er Thomas Mikkelsen skoraði.
Arnar Þór Helgason fékk svo að líta rautt spjald hjá Gróttu fimm mínútum síðar og verkefnið nánast ómögulegt.
Í blálokin þá skoraði Kristinn Steindórsson svo þriðja mark Blika og lokastaðan, 3-0.