Brynjólfur Andersen, leikmaður Breiðabliks, er nú að spila með liðinu gegn Gróttu í efstu deild karla.
Staðan er 1-0 fyrir Blikum en það var einmitt Brynjólfur sem lagði upp markið í fyrri hálfleik.
Það sem helst hefur vakið athygli þó er hárgreiðsla Brynjólfs sem klæðist treyjunúmerinu 45.
Brynjólfur er einnig búinn að láta lita þá tölu í hárið, eitthvað sem Franck Ribery, leikmaður Bayern Munchen, hefur verið þekktur fyrir.
Ansi umdeild greiðsla en hana má sjá hér.
Hvað er hann á simamotinu eða? pic.twitter.com/CBvCF6jpMN
— Stefán Jóhannsson (@llcoolsteee) June 14, 2020